Starf deildarinnar byggir á marghliða teymisvinnu sem hefur það að leiðarljósi að skapa aukna þekkingu og skilning til að mæta þörfum fatlaðra nemenda og fjölskyldna þeirra. Teymisvinna í Setrinu er mótuð í kringum samstarf skóla-, félags- og heilbrigðisþjónustu. Ólík hlutverk mætast og sameinast í fjölskyldumiðaðri teymisvinnu. Teymisvinnan hefst í skólabyrjun á gerð […]
Grunnþættir menntunar og áhersluþættir í grunnskólalögum móta hugtakið lykilhæfni. Lykilhæfnin á að fléttast inn í öll námssvið og reynir á hæfni nemandans til að nýta sér þekkingu sína til aukins þroska. Lykilhæfnin skiptist í fimm undirþætti: tjáningu og miðlun, skapandi og gagnrýninni hugsun, sjálfstæði og samvinnu, nýtingu miðla upplýsinga og ábyrgð og mat á eigin […]
Upplýstur nemandi – sjálfbær nemandi Á skólaárinu 2014 -15 hefur sjónum verið beint að upplýsingamiðlun í skólastarfi. Endurmenntunarsjóður grunnskóla styrkti gerð námskeiðs sem ber heitið Upplýstur nemandi – sjálfbær nemandi. Leiðarljós: Nemandi: Að borin sé virðing fyrir mannlegri reisn og fjölbreytileika með því að mæta hverjum nemanda með viðeigandi aðlögun. Upplýstur nemandi: Hefur aðgengi […]
Barátta fatlaðs fólks fyrir mannréttindum hefur m.a. snúið að því að breyta skilningi almennings á hugtakinu fötlun. Hér áður fyrr var læknisfræðilegur skilningur á fötlun ríkjandi, sem skilgreindi fötlun sem galla sem helst þyrfti að reyna að laga með öllum tiltækum ráðum. Félagslegur skilningur á hugtakinu fötlun er nú viðurkenndur en þá er horft til […]
Aðventan hefur verið skemmtilegur tími í skólanum. Fjölbreytt verkefni í anda gleði, vináttu og frelsis. Söngstund í Fjallasal þar sem margir voru rauðklæddir. Jólaföndur unnið af miklum áhuga. Árlegt jólaboð Guðrúnar og Leifs var yndislegt og nemendur nutu góðra veitinga og friðsældar í fallega skreyttu húsinu. Jólahringurinn okkar slær alltaf í gegn en þá skynjum […]
Þriðjudaginn 19. nóvember fóru nemendur og kynntu sér matarmenningu frá ýmsum löndum. Þrír veitingastaðir á Selfossi voru heimsóttir. Á Menam er eldaður matur frá Tælandi og þar var fróðlegt að skoða krydd, handskorið grænmetið og hrísgrjónapottinn. Á KFC er eldaður kjúklingur eftir kúnstarinnar reglum frá Ameríku. Nemendur fengu að djúpsteikja kjúklingapopp sem var mjög gaman. […]
Á foreldrafund í Setrinu komu Bragi Bjarnason menningar og frístundafulltrúi, Andri Már Númason forstöðumaður Frístundaklúbbs og Guðrún Linda Björgvinsdóttir stjórnarmaður í Suðra, íþróttafélagi fatlaðra. Fundurinn var vel sóttur af foreldrum en tilgangur fundarins var að ræða saman um hvernig hægt er að tryggja jafnan aðgang allra barna og ungmenna að fjölbreyttu íþrótta- og tómstundastarfi. Fötluð […]
Íþrótta- og tómstundastarf fyrir alla Fimmtudagur 19. september kl. 17.00 – 18.00 Fundurinn er hugsaður sem vettvangur til að ræða saman um hvernig hægt er að tryggja jafnan aðgang allra barna og ungmenna að fjölbreyttu íþrótta- og tómstundastarfi. Á fundinn koma: Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi Árborga Andri Már Númason, forstöðumaður Frístundaklúbbs Guðrún Linda Björgvinsdóttir, stjórnarmaður í […]
Miðvikudaginn 24. apríl var haldinn nemendafundur í Setrinu. Markmið fundarins var að gefa nemendum tækifæri til að hafa áhrif á skipulag skólastarfsins og æfa sig í að koma skoðunum sínum á framfæri. Nemendum var skipt upp í þrjá hópa sem höfðu undirbúið framsögu sína fyrr í vikunni. Fyrsti hópurinn sem steig fram á sviðið nefndi […]
Kennarar og þroskaþjálfar í Setrinu hafa síðustu daga tekið þátt í ART námskeiði hjá ART teymi Suðurlands. ART snýst um kennslu í félagsfærni, sjálfstjórn og siðferði. Á næstum vikum munu nemendur njóta kennslu og þjálfunar í þessum þáttum. Framundan er spennandi þróunarvinna í kennsluháttum, sem stuðla eiga að yfirfærslu yfir í daglegt líf, í samstarfi […]