Upplýsingamiðlun í skólastarfi

ÖryggiUpplýstur nemandi – sjálfbær nemandi

Á skólaárinu 2014 -15 hefur sjónum verið beint að upplýsingamiðlun í skólastarfi. Endurmenntunarsjóður grunnskóla styrkti gerð námskeiðs sem ber heitið Upplýstur nemandi – sjálfbær nemandi.

 

Leiðarljós:

Nemandi:

Að borin sé virðing fyrir mannlegri reisn og fjölbreytileika með því að mæta hverjum nemanda með viðeigandi aðlögun.

Upplýstur nemandi:

Hefur aðgengi að upplýsingum og getur myndað sér skoðun og tekið ákvörðun út frá upplýsingum.

Sjálfbær nemandi:

Óhindrað aðgengi nemenda að upplýsingum skapar getuna til aðgerða og virkni sem er forsenda sjálfbærrar hugsunar.

Hér má finna hugmyndir  um skýra og skilmerkilega upplýsingamiðlun sem tryggja jafna möguleika til virkni og þátttöku í skólastarfi.