Aðventan

Aðventan hefur verið skemmtilegur tími í skólanum.

Fjölbreytt verkefni í anda gleði, vináttu og frelsis

Söngstund í Fjallasal þar sem margir voru rauðklæddir.

Jólaföndur unnið af miklum áhuga. Árlegt jólaboð Guðrúnar og Leifs

var yndislegt og nemendur nutu góðra veitinga og friðsældar í fallega skreyttu húsinu.

Jólahringurinn okkar slær alltaf í gegn en þá skynjum við jólin með öllum skynfærunum.

Jólabúðin í Setrinu var óvænt og lærdómsríkt verkefni. Nemendur seldu jólaskraut og jólamerkimiða til styrktar Einstökum börnum. Með þessu verkefni var verið að þjálfa samfélagslega ábyrgð og lykilhæfni nemenda.

Við sendum okkar bestu jóla- og nýárskveðjur

Setrið Sunnulækjarskóla

1.söngstund2. jólaföndur3. jólaföndur4. jólaboð5. jólaboð6. jólahringur7. jólabúð8. jólabúð