Plokk

  Þemað hjá okkur á vorönn er flokkun og endurvinnsla. Í þematíma í síðustu viku fóru nemendur út og tíndu rusl í á skólalóðinni og þar í kring. Þetta gekk mjög vel og voru nemendur mjög áhugasamir. Nóg var um rusl eins og sést hér á myndinni. Við ætlum svo að halda áfram að fegra […]

Ljósmyndasmiðja

Í ljósmyndasmiðju fá nemendur tækifæri til að horfa á tilveruna með auga myndavélarinnar og fræðast um ljósmyndatækni. Hér má sjá skemmtileg sýnishorn af skapandi og listrænni vinnu nemenda.      

Kirkjuheimsókn á aðventunni

Heimsókn í Selfosskirkju á aðventunni er föst hefð í Setrinu. Ninna Sif prestur og Jóhanna Ýr æskulýðsfulltrúi tóku á móti hópnum. Þær fluttu frumsamið leikrit þar sem nýji og gamli tíminn kallaðist á með andstæðum um það sem veitir gleði og hamingju. 

Tengslastarf

Tenglastarf foreldra í Setrinu er að festa sig í sessi með nokkrum föstum viðburðum. Á haustönninni héldu tenglarnir bingó í samstarfi við félagsmiðstöðina Zelsíus og piparkökumálun nú í desember. Gefandi fyrir nemendur og foreldra að rækta vináttu og tengsl sín á milli. Ánægjulegt hversu margir hafa mætt á þessa viðburði og notið samverunnar.

Erindi um tjáskipti á degi íslenskra tungu

Á starfsdeginum 16. nóvember kom Hanna Rún Eiríksdóttir kennari í Klettaskóla til okkar með erindi um tjáskipti í Klettaskóla. Kynntur var margvíslegur tæknibúnaður sem nemendur geta notað til að tjá sig um óskir sínar og langanir. Fróðlegt var að sjá hvernig tæknin getur nýst nemendum til tjáskipta. Erindið átti vel við á degi íslenskrar tungu […]

Þegar draumar rætast í skólanum

Frá áramótum 2017 hefur nemendum í Setrinu staðið til boða að stunda hestamennsku. Ævintýrið hófst með tilraunaverkefni með einum nemanda. Þegar ljóst var hversu jákvæð og uppbyggjandi samvera hestsins og barnsins voru, var ákveðið að bjóða fleirum að taka þátt. Fyrst var byrjað með einn hest í þessu verkefni, tuttugu vetra gamlan með einstaklega gott […]

Hundaklúbbur

Á skólaárinu 2016-17 hefur verið boðið uppá hundaklúbb tvisvar í viku í lykilhæfnitímum í Setrinu. Nemendur fá fræðslu um hundahald, hundategundir og allt sem snýr að því að bera ábyrgð á gæludýri. Það vill svo vel til að nokkrir starfsmenn Setursins eiga hunda sem nemendur hafa notið góðs af. Kennslustundin hefst á gönguferð heim til […]

Skólasetning

Skólasetning í Setrinu er í samræmi við skólasetningu í Sunnulækjarskóla: Nemendur í 1. – 4. bekk mæta kl. 9.00. Nemendur í 5. – 10. bekk mæta kl. 11.00.   Upplýsingabréf í skólabyrjun

Menntaverðlaun Suðurlands

Það er okkur í Sérdeild Suðurlands mikill heiður að taka við Menntaverðlaunum Suðurlands. Heiðurinn sem þeim fylgir, veitist fjölda manns sem að starfinu koma. Kennarar, þroskaþjálfar, stuðningsfulltrúar, ráðgjafar og aðrir sem starfa við Setrið,  foreldrar og aðstandendur nemendanna og svo ekki síst nemendurnir sjálfir og samstarfsfólk í heimaskólum þeirrra sem eiga þennan heiður í sameiningu. Við höfum […]

Gjöf frá Kiwanisklúbbnum Jörfa í Reykjavík

Sérdeild Suðurlands, Setrið Sunnulækjarskóla fékk nýlega styrk frá Kiwanisklúbbnum Jörfa í Reykjavík. Um er að ræða 250.000 kr. sem nýta á til kaupa á tækjabúnaði og námsgögnum. Kristín Björk Jóhannsdóttir, deildarstjóri, veitti styrknum viðtöku í vikunni og kynnti starfsemina í Setrinu. Við færum félögum í Kiwanisklúbbnum Jörfa okkar bestu þakkir fyrir veglega gjöf.