Plokk


 

Þemað hjá okkur á vorönn er flokkun og endurvinnsla. Í þematíma í síðustu viku fóru nemendur út og tíndu rusl í á skólalóðinni og þar í kring. Þetta gekk mjög vel og voru nemendur mjög áhugasamir. Nóg var um rusl eins og sést hér á myndinni. Við ætlum svo að halda áfram að fegra umhverfið okkar og tína meira rusl. Framtíðar plokkarar hér á ferð.