Erindi um tjáskipti á degi íslenskra tungu

Á starfsdeginum 16. nóvember kom Hanna Rún Eiríksdóttir kennari í Klettaskóla til okkar með erindi um tjáskipti í Klettaskóla. Kynntur var margvíslegur tæknibúnaður sem nemendur geta notað til að tjá sig um óskir sínar og langanir. Fróðlegt var að sjá hvernig tæknin getur nýst nemendum til tjáskipta. Erindið átti vel við á degi íslenskrar tungu því nýr heimur opnast fyrir nemendum um leið og þeir fá tækifæri til að tjá sig.