Kirkjuheimsókn á aðventunni

Heimsókn í Selfosskirkju á aðventunni er föst hefð í Setrinu.

Ninna Sif prestur og Jóhanna Ýr æskulýðsfulltrúi tóku á móti hópnum.

Þær fluttu frumsamið leikrit þar sem nýji og gamli tíminn kallaðist á með andstæðum um það sem veitir gleði og hamingju.