ART námskeið

Kennarar og þroskaþjálfar í Setrinu hafa síðustu daga tekið þátt í ART námskeiði hjá ART teymi Suðurlands. ART snýst um kennslu í félagsfærni, sjálfstjórn og siðferði.

Á næstum vikum munu nemendur njóta kennslu og þjálfunar í þessum þáttum. Framundan er spennandi þróunarvinna í kennsluháttum, sem stuðla eiga að yfirfærslu yfir í daglegt líf, í samstarfi við ART teymið.