Á nýju ári er viðeigandi að staldra við og meta stöðuna. Janúar er því helgaður teymisfundum þar sem fulltrúar í nemendateymum hittast og bera saman bækur. Tilgangur teymisfunda er að skoða hvað gengur vel og greina hvað hindrar árangur. Mikilvægt er að rödd nemandans fái aðgang að slíkum fundum og hugmyndir nemenda hafðar að leiðarljósi […]
Við óskum nemendum, foreldrum og samstarfsfólki gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Skólastarf hefst fimmtudaginn 3. janúar 2013. Með jólakveðju, Starfsfólk í Setrinu Sunnulækjarskól
Í dag var jólastund í Setrinu þar sem nemendur upplifðu jólin með öllum skynfærunum. Um er að ræða gamla og góða hefð sem mótað hefur starfið á aðventunni síðustu 15 árin. Jólatónlist er notuð til að gefa tóninn og stýra verkefnum. Gaman er að sjá hversu vel nemendur njóta þess að eiga þessa stund saman. […]
Skapast hefur sú hefð í Setrinu að fara í jólaboð til Guðrúnar stuðningsfulltrúa og Leifs á aðventunni. Í dag nutum við gestrisni þeirra hjóna og fylltum hjörtu okkar af jólaanda. Heimili þeirra er sannkallað jólahús með ævintýrum í hverju skoti sem gaman er að skoða. Nemendur sátu við drekkhlaðið kaffiborð og drukku heitt súkkulaði með […]
Elísabet Sigurðardóttir fyrrum kennari í Setrinu var með sögustund í tilefni af alþjóðadegi eldri borgara 1. október. Nemendur tóku vel á móti Elísabetu og sýndu mikinn áhuga á heyra frá atburðum í gamla daga og spáðu í hvernig lífið yrði 2067 en þá verða nemendur í 10. bekk 70 ára.
Gleði – vinátta – frelsi Á foreldrafundi í Setrinu varð sáttmáli skólans um gleði, vináttu og frelsi ljóslifandi í skemmtilegri stöðvavinnu. Boðið var upp á fræðslu um þarfahringinn sem er eitt af góðu verkfærunum í Uppbyggingarstefnunni. Þarfastjarnan minnir á að allir hafa þörf fyrir öryggi, umhyggju, gleði, áhrif og frelsi. Foreldrar fengu að búa til þarfastjörnur sem […]
Í vikunni barst Setrinu höfðingleg gjöf frá fyrirtæki á Selfossi sem við erum afar þakklát fyrir. Um er að ræða Ipad sem mun nýtast mjög vel í skólastarfinu sem námstæki og til tjáskiptaþjálfunar. Nokkrir nemendur eru farnir að koma með eigin Ipad og spjaldtölvur í skólann. Nú þegar Setrið á sinn Ipad gefur það okkur […]
Nú í skólabyrjun hafa nemendur farið í viðtal hjá sínum umsjónarkennara eða þroskaþjálfa. Í þessu viðtali hafa nemendur fengið tækifæri til að segja frá áhugamálum sínum og hvernig þeim finnst best að læra. Einnig hafa nemendur þurft að skoða vel hvar styrkleikar þeirra liggja og hvenær þeir telja sig þurfa aðstoð og þá hvers konar. […]
Skólastarf í Setrinu fer vel af stað. Nokkrir nýjir nemendur hófu nám í Setrinu í haust og því eru allir að kynnast og læra nýja stundatöflu. Þema á þessari önn er tengt plöntum og uppskeru. Þemavinnan fléttast inn í flestar kennslustundir dagsins. Fyrstu dagarnir hafa líka verið notaðir til að rifja upp hlutverk nemenda og […]
4. júní: Starfsdagur Frí hjá nemendum. 5. júní: Vordagur Golfkynning Fjöruferð 6. júní: Litríki vordagurinn í Sunnulækjarskóla Skrúðganga, ratleikur og Sunnuleikar með umsjónarbekkjum. 7. júní: Skólaslit í Sunnulækjarskóla Flestir nemendur hafa þegar fengið vitnisburð 3. annar og eru því komnir í sumarfrí. Þeir sem eiga eftir fá vitnisburð mæta með foreldrum á þessum tímum: 1. […]