Gleði – vinátta – frelsi
Á foreldrafundi í Setrinu varð sáttmáli skólans um gleði, vináttu og frelsi ljóslifandi í skemmtilegri stöðvavinnu. Boðið var upp á fræðslu um þarfahringinn sem er eitt af góðu verkfærunum í Uppbyggingarstefnunni. Þarfastjarnan minnir á að allir hafa þörf fyrir öryggi, umhyggju, gleði, áhrif og frelsi. Foreldrar fengu að búa til þarfastjörnur sem sýna á táknrænan hátt að ef við náum ekki að uppfylla þarfir okkar þá skín stjarnan okkar ekki skært. Foreldrar mættu með spjaldtölvur og miðluðu til annarra foreldra um helstu möguleika í notkun á spjaldtölvum í leik og starfi.