Nemendaviðtal

Nú í skólabyrjun hafa nemendur farið í viðtal hjá sínum umsjónarkennara eða þroskaþjálfa.

Í þessu viðtali hafa nemendur fengið tækifæri til að segja frá áhugamálum sínum og hvernig þeim finnst best að læra.

Einnig hafa nemendur þurft að skoða vel hvar styrkleikar þeirra liggja og hvenær þeir telja sig þurfa aðstoð og þá hvers konar.

Gaman er að segja frá því að viðtölin hafa gengið mjög vel og nemendur virkilega notið sín í þessum lýðræðislegu vinnubrögðum.

Upplýsingarnar sem hafa komið fram eru mjög mikilvægar og hjálpa okkur við að skipuleggja námið hjá hverjum nemenda.