Matarmenning frá ýmsum löndum
Þriðjudaginn 19. nóvember fóru nemendur og kynntu sér matarmenningu frá ýmsum löndum. Þrír veitingastaðir á Selfossi voru heimsóttir. Á Menam er eldaður matur frá Tælandi og þar var fróðlegt að skoða krydd, handskorið grænmetið og hrísgrjónapottinn. Á KFC er eldaður kjúklingur eftir kúnstarinnar reglum frá Ameríku. Nemendur fengu að djúpsteikja kjúklingapopp sem var mjög gaman. Á Seylon er eldaður matur frá Sri Lanka sem hét áður Ceylon. Nemendur fengu net til að setja yfir hárið á sér og fóru beint í að hnoða, fletja út og baka nanbrauð sem smakkaðist dásamlega. Við viljum þakka fyrir frábærar móttökur og fróðlegan skóladag.