Teymisfundir
Á nýju ári er viðeigandi að staldra við og meta stöðuna. Janúar er því helgaður teymisfundum þar sem fulltrúar í nemendateymum hittast og bera saman bækur. Tilgangur teymisfunda er að skoða hvað gengur vel og greina hvað hindrar árangur. Mikilvægt er að rödd nemandans fái aðgang að slíkum fundum og hugmyndir nemenda hafðar að leiðarljósi í öllum ákvörðunum.