Nemendafundur

Miðvikudaginn 24. apríl var haldinn nemendafundur í Setrinu. Markmið fundarins var að gefa nemendum tækifæri til að hafa áhrif á skipulag skólastarfsins og æfa sig í að koma skoðunum sínum á framfæri. Nemendum var skipt upp í þrjá hópa sem höfðu undirbúið framsögu sína fyrr í vikunni. Fyrsti hópurinn sem steig fram á sviðið nefndi að það væri góður matur í skólanum og það væri gaman í skólanum. Hópurinn vill láta mála veggi og kaupa skemmtilega bíla, körfubolta og fá betri tölvur. Næsti hópur sem kom fram var mjög ánægður með alla tíma í list- og verkgreinum og vildi bæta við tímum í tilraunum. Hópurinn lagði til að matartíminn væri kl. 12 því allir væru orðnir svangir þá og hafa oftar steikur í matinn. Einnig vildi hópurinn hafa fleiri skilrúm til að fá meira næði og kaupa blóm og tæknilegó. Þriðji hópurinn sagðist alls ekki vilja missa af áætlunartímum, dansi, textíl, heimilisfræði, smíði og sundi. Þeim finnst þematímarnir of langir og vilja fá að borða góða matinn í Sunnulækjarskóla kl. 12.  Hópnum finnst að það geti verið meiri vinnufriður og að sumir þurfi að læra betur að fara eftir skólareglunum og muna eftir sínu hlutverki í skólanum. Hópurinn vill að keypt verði meira föndurdót, garn, púsl og stelpudót.

Nemendur stóðu sig með mikilli prýði og fengu æfingu í lýðræðislegum vinnubrögðum.

Nemendafundur 1Nemendafundur 2 Nemendafundur 3 Nemendafundur 4