Teymisvinna
Starf deildarinnar byggir á marghliða teymisvinnu sem hefur það að leiðarljósi að skapa aukna þekkingu og skilning til að mæta þörfum fatlaðra nemenda og fjölskyldna þeirra.
Teymisvinna í Setrinu er mótuð í kringum samstarf skóla-, félags- og heilbrigðisþjónustu.
Ólík hlutverk mætast og sameinast í fjölskyldumiðaðri teymisvinnu.
Teymisvinnan hefst í skólabyrjun á gerð teymisáætlunar og nemendur fara í nemendaviðtal. Móttökuáætlun er gerð á vorin í samstarfi við leikskóla væntanlegra nemenda.
Á miðjum vetri fer fram mat á hvernig hefur tekist til með aðlögun í daglegu lífi og í skólastarfi.
Fjölskyldumiðuð þjónusta – kortlagning
Mat á viðeigandi aðlögun – skólakafli 2015
Við útskrift nemenda úr grunnskóla er gerð tilfærsluáætlun.
Tilfærsluáætlun frá grunnskóla yfir í framhaldsskóla
Á teymisfundum er rituð fundargerð sem send er í tölvupósti á alla fulltrúa í teyminu.