Námsmat

Heildrænt námsmat byggir á markvissri og fjölbreyttir upplýsingaöflun og skipulegri skráningu.

1. önn: Upphafsstaður: Upplýsingum safnað um grunnþekkingu, vinnubrögð og aðlögun í skólastarfinu með skráningu á gátlista.

Foreldradagur: Námsmarkmiðabók, verkmappa (rafræn).

2. önn: Áning: Staldrað við og horft yfir farin veg. Upplýsingum safnað um stöðu nemandans varðandi almenn og námstengd markmið með áherslu á sjálfsmat og mat á verkefnum í verkmöppu.

Foreldradagur: Námsmarkmiðabók, ljósmyndasjálfsmat, verkmappa (rafræn)

3. önn: Marklína: Upplýsingum safnað um það hversu langt nemandinn fór í ferðalagi markmiðanna með margvíslegum verkefnum, könnunum og prófgerðum.Áhersla lögð á að nemendur geti nýtt sér tölvutæknina í könnunum/prófum.

Foreldradagur: Námsmarkmiðabók, rafræn verkmappa.

Frammistöðumat:

Áhersla á Lífsleikni/skólafærni: Hegðun, virkni, vinnubrögð.

Staða í íslensku- og stærðfræði metin með munn- og skriflegum verkefnum í tölvu og á blaði.

Verkmappa:

Velja bestu verkefnin í rafræna möppu.

Vettvangsathugun:

Dagbækur, áætlunarbækur, gátlistar, matslistar.

Sjálfsmat:

Mat á áætlunarvinnu (virkni, vinnubrögð). Mat á samskiptum (hegðun).