Jólastund
Í dag var jólastund í Setrinu þar sem nemendur upplifðu jólin með öllum skynfærunum. Um er að ræða gamla og góða hefð sem mótað hefur starfið á aðventunni síðustu 15 árin. Jólatónlist er notuð til að gefa tóninn og stýra verkefnum. Gaman er að sjá hversu vel nemendur njóta þess að eiga þessa stund saman.
1.Kveikjum kerti á.
Kveikja á kertum og jólaljósum og njóta.
2.Dansinn dunar dátt.
Spila á trommur og bjöllur.
3.Jólalykt finna má.
Finna lykt af greni, olíum, kryddi, hyasintu.
4.Börnin góðgæti fá.
Smakka piparkökur, mandarínur, jólabland.
5.Friður ríkja á.
Ilmandi krem á hendur og slaka á.