Hvernig er upplýsingum miðlað í skólastarfi?

Forsíða » Hvernig er upplýsingum miðlað í skólastarfi?

Aðlögun í námiHagnýt og „læsileg“ framsetning á upplýsingum í skólastarfi er forsenda virkni og vellíðunar. Þegar gert er ráð fyrir ólíkum þörfum allra nemenda við skipulagningu kennslustunda og í áætlanagerð er um leið verið að draga úr hindrunum í skólasamfélaginu. Óhindrað aðgengi að upplýsingum tryggir öllum nemendum óháð fötlun, kyni eða kynþætti jafnan aðgang að skólastarfinu.

 

 

Upplýsingamiðlun - regluverk

„Algild hönnun“ merkir hönnun framleiðsluvara, umhverfis,áætlana og þjónustu sem allir geta nýtt sér, að því marki sem aðstæður leyfa, án þess að koma þurfi til sérstök útfærsla eða hönnun. „Algild hönnun“ útilokar ekki hjálpartæki fyrir tiltekna hópa fatlaðs fólks sé þeirra þörf.

 

 

 

Upplýsingamiðlun - grunnþættirGrunnþættir menntunar eiga að stuðla að vitundarvakningu nemandans um sjálfan sig, umhverfið og félagsleg gildi. Skólinn hefur það hlutverk að miðla upplýsingum og skapa nemendum tækifæri til að afla sér upplýsinga. Grunnþættirnir hvetja okkur til að hugsa um hlutverk okkar í að skapa gott aðgengi að upplýsingum án hindrana. Við getum haft áhrif á leiðina sem stendur til boða með því að að nota fjölbreyttar aðferðir. Aðgengi að ólíkum miðlum er lykillinn að upplýsingalæsi. Fjölbreyttar leiðir til þekkingarleitar og úrvinnslu upplýsinga ýtir undir sjálfbæra hugsun nemenda og getu til aðgerða. Námsumhverfi án hindrana, stuðlar að heilbrigði og velferð nemenda. Aðgengi að upplýsingum eru mannréttindi allra.

Sýnishorn af myndrænum skjölum