Jólaboð Guðrúnar og Leifs
Skapast hefur sú hefð í Setrinu að fara í jólaboð til Guðrúnar stuðningsfulltrúa og Leifs á aðventunni. Í dag nutum við gestrisni þeirra hjóna og fylltum hjörtu okkar af jólaanda. Heimili þeirra er sannkallað jólahús með ævintýrum í hverju skoti sem gaman er að skoða. Nemendur sátu við drekkhlaðið kaffiborð og drukku heitt súkkulaði með rjóma. Góð samverustund með gleði, vináttu og frelsi að leiðarljósi. Við þökkum Guðrúnu og Leifi kærlega fyrir móttökurnar.