Lykilhæfni

Grunnþættir menntunar og áhersluþættir í grunnskólalögum móta hugtakið lykilhæfni.

Lykilhæfni -veggspjald 2

Lykilhæfnin á að fléttast inn í öll námssvið og reynir á hæfni nemandans  til að nýta sér þekkingu sína til aukins þroska. Lykilhæfnin skiptist í fimm undirþætti:

  • tjáningu og miðlun,
  • skapandi og gagnrýninni hugsun,
  • sjálfstæði og samvinnu,
  • nýtingu miðla upplýsinga
  • og ábyrgð og mat á eigin námi.

Lykilhæfni - veggspjald 1

Grunnþættir menntunar og lykilhæfnin eiga að stuðla að fjölbreyttum kennsluaðferðum og námsmatsleiðum.

Í Setrinu eru unnið eftir ákveðnu vinnuferli sem þjálfar um leið lykilhæfni nemenda.

Í lykilhæfnitímum velur nemandinn verkefni á valblaði.

Nemandinn sækir viðeigandi tímaseðli með lýsingu á verkefninu og nær í viðeigandi gögn sem aðgengileg eru í plastkassa.

Nemandinn fylgir leiðbeiningum á tímaseðli og skráir niður þær upplýsingar sem beðið er um.

Í lok tímans gerir nemandinn stutt sjálfsmat á eigin frammistöðu. Nemandinn fær reglulegt leiðsagnarmat frá kennara og þroskaþjálfa.

Lykilhæfni – Valblað

Lykilhæfni – sýnishorn af tímaseðlum