Setrið Sunnulækjarskóla

Skólasetning

Skólasetning í Setrinu er í samræmi við skólasetningu í Sunnulækjarskóla:

Nemendur í 1. – 4. bekk mæta kl. 9.00.

Nemendur í 5. – 10. bekk mæta kl. 11.00.

 

Upplýsingabréf í skólabyrjun

Menntaverðlaun Suðurlands

IMG_0042Það er okkur í Sérdeild Suðurlands mikill heiður að taka við Menntaverðlaunum Suðurlands.

Heiðurinn sem þeim fylgir, veitist fjölda manns sem að starfinu koma.

Kennarar, þroskaþjálfar, stuðningsfulltrúar, ráðgjafar og aðrir sem starfa við Setrið,  foreldrar og aðstandendur nemendanna og svo ekki síst nemendurnir sjálfir og samstarfsfólk í heimaskólum þeirrra sem eiga þennan heiður í sameiningu.

Við höfum lagt áherslu á einstaklingsmiðað nám og skóla fyrir alla, viljað koma til móts við hvern einstakling á hans forsendum og skapa hverjum nemenda bestu aðstæður til að þroskast og dafna. Lagt áherslu á að allir eru einstakir og enginn nær að þroskast nema í samskiptum og samspili við aðra.

Við gerum okkur betur og betur grein fyrir því, hve mikilvægt það er, að umhverfið taki tillit til einstaklingsins og aðlagi sig að honum. Það er okkar hlutverk, að skapa umhverfið, sem einstaklingarnir mótast af og þroskast í. Því meiri sem fjölbreytileiki mannlífsins er, því mikilvægara er að við höfum þá sýn, að það sé sjálfsagt, að samfélagið mótist af þeim einstaklingum, sem það mynda.

Þessi nálgun, og þessi sýn, felur í sér, talsverða áskorun á hverjum skóladegi. Við höfum engu að síður þá bjargföstu trú, að við séum á réttri leið, og þó svo að verkefnin séu á stundum ansi flókin og margslungin, hefur okkur tekist með samstilltu átaki, að þoka starfinu eftir þessari braut.

Okkar hlutverk hefur verið að leiða saman alla þá sem koma að þjónustu við nemendur og stuðla að árangursríkri teymisvinnu foreldra, skóla-, félags- og heilbrigðisþjónustu.

Það er afskaplega gefandi, að starfa við að móta einstaklinga framtíðarsamfélagsins, að taka þátt í þroska þeirra og sjá þá vaxa úr grasi og verða að fulltíða einstaklingum.  Því er samt ekki að leyna, að þær stundir koma í störfum okkar að við þurfum að minna okkur á hve gefandi starfið okkar er.

Á þeim stundum, er mikilvægt fyrir okkur öll, að finna fyrir þeim stuðningi við störf okkar, sem Menntaverðlaun Suðurlands sannarlega eru.

Við erum jafnframt stollt yfir þeirri virðingu sem menntun nemenda okkar er sýnd.

Kærar þakkir

Gjöf frá Kiwanisklúbbnum Jörfa í Reykjavík

kiwanis 1bSérdeild Suðurlands, Setrið Sunnulækjarskóla fékk nýlega styrk frá Kiwanisklúbbnum Jörfa í Reykjavík. Um er að ræða 250.000 kr. sem nýta á til kaupa á tækjabúnaði og námsgögnum.

Kristín Björk Jóhannsdóttir, deildarstjóri, veitti styrknum viðtöku í vikunni og kynnti starfsemina í Setrinu.

Við færum félögum í Kiwanisklúbbnum Jörfa okkar bestu þakkir fyrir veglega gjöf.

 

Teymisvinna

Fjölskyldumiðuð teymisvinnaStarf deildarinnar byggir á marghliða teymisvinnu sem hefur það að leiðarljósi að skapa aukna þekkingu og skilning til að mæta þörfum fatlaðra nemenda og fjölskyldna þeirra.

Teymisvinna í Setrinu er mótuð í kringum samstarf  skóla-, félags- og heilbrigðisþjónustu.

Ólík hlutverk mætast og sameinast í fjölskyldumiðaðri teymisvinnu.

 

 

 

 

 

Teymisvinnan hefst í skólabyrjun á gerð teymisáætlunar og nemendur fara í nemendaviðtal. Móttökuáætlun er gerð á vorin í samstarfi við leikskóla væntanlegra nemenda.

Teymisáætlun 2014-15 -Setrið

Nemendaviðtal 2014

Móttökuáætlun – eyðublað

Á miðjum vetri fer fram mat á hvernig  hefur tekist til með aðlögun í daglegu lífi og í skólastarfi.

Fjölskyldumiðuð þjónusta – kortlagning

Mat á viðeigandi aðlögun – skólakafli 2015

Við útskrift nemenda úr grunnskóla er gerð tilfærsluáætlun.

Tilfærsluáætlun frá grunnskóla yfir í framhaldsskóla

Á teymisfundum er rituð fundargerð sem send er í tölvupósti á alla fulltrúa í teyminu.

Fundargerð

Lykilhæfni

Grunnþættir menntunar og áhersluþættir í grunnskólalögum móta hugtakið lykilhæfni.

Lykilhæfni -veggspjald 2

Lykilhæfnin á að fléttast inn í öll námssvið og reynir á hæfni nemandans  til að nýta sér þekkingu sína til aukins þroska. Lykilhæfnin skiptist í fimm undirþætti:

  • tjáningu og miðlun,
  • skapandi og gagnrýninni hugsun,
  • sjálfstæði og samvinnu,
  • nýtingu miðla upplýsinga
  • og ábyrgð og mat á eigin námi.

Lykilhæfni - veggspjald 1

Grunnþættir menntunar og lykilhæfnin eiga að stuðla að fjölbreyttum kennsluaðferðum og námsmatsleiðum.

Í Setrinu eru unnið eftir ákveðnu vinnuferli sem þjálfar um leið lykilhæfni nemenda.

Í lykilhæfnitímum velur nemandinn verkefni á valblaði.

Nemandinn sækir viðeigandi tímaseðli með lýsingu á verkefninu og nær í viðeigandi gögn sem aðgengileg eru í plastkassa.

Nemandinn fylgir leiðbeiningum á tímaseðli og skráir niður þær upplýsingar sem beðið er um.

Í lok tímans gerir nemandinn stutt sjálfsmat á eigin frammistöðu. Nemandinn fær reglulegt leiðsagnarmat frá kennara og þroskaþjálfa.

Lykilhæfni – Valblað

Lykilhæfni – sýnishorn af tímaseðlum

Sjá allar fréttir